Fiskaflinn jókst um 1 prósent

Fiskafli ís­lenskra skipa í ág­úst var 120.627 tonn, sem er 1% meiri afli en í ág­úst 2016. Þetta kem­ur fram á vef Hag­stofu Íslands. Þar seg­ir einnig að botn­fiskafli hafi numið rúm­um 39 þúsund tonn­um og hafi auk­ist um 18%, þar af nam þorskafl­inn ríf­lega 21 þúsund tonn­um sem er 25% meiri afli en í ág­úst 2016.

Upp­sjáv­ar­afli nam rúm­um 77 þúsund tonn­um í ág­úst og dróst sam­an um 7%. Flat­fiskafl­inn nam um 3 þúsund tonn­um sem er 16% aukn­ing miðað við ág­úst 2016. Skel- og krabba­dýra­afli nam 1.273 tonn­um sam­an­borið við 1.493 tonn í ág­úst 2016.

Heild­arafli á 12 mánaða tíma­bili frá sept­em­ber 2016 til ág­úst 2017 var 1.120 þúsund tonn sem er 7% aukn­ing.

smari@bb.is

DEILA