Fasteignamat lægst í Bolungarvík

Fasteignmat á landinu á landinu var lægst í Bolungarvík um síðustu áramót. Matið var hins vegar hæst í Þingholtunum í Reykjavík. Þetta kemur fram á vef Byggðastofnunar, en stofnunin fékk Þjóðskrá Íslands til að reikna út fasteignamat og fasteignagjöld á sömu viðmiðunarfasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum á landinu líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Viðmiðunareignin er ávallt sú sama, einbýlishús sem er 161,1 fermetri að grunnfleti og á 808 fermetra lóð. Fasteignamat og lóðarleiga eru reiknuð út frá stærðum fasteignar og lóðar og með sömu viðmiðunareigninni á öllum stöðum er því verið að gera mat og gjöld samanburðarhæf

Bolungarvík er nú með lægsta heildarmatið, tæplega 14,5 milljón kr., 65 þúsund krónum lægra en er á Patreksfirði. Á Ísafirði er matið rúmlega 20 milljónir kr.

Lægsta heildarmat undanfarin ár hefur verið til skiptis á Patreksfirði og Vopnafirði. Heildarmatið á þessum tveimur stöðum hækkaði hlutfallslega mest allra staða á milli áranna 2016 – 2017.

DEILA