Erlendir ríkisborgarar 17% af vinnuaflinu

Erlent vinnuafl er sérstaklega áberandi í byggingariðnaði og í ferðaþjónustu.

Erlendum ríkisborgurum sem starfa hér á landi hefur fjölgað um 65 prósent á undanförnum fimm árum og um rúm 17 prósent á síðustu tólf mánuðum. Aldrei fyrr hafa svo margir erlendir ríkisborgarar starfað hér á landi. Þetta kemur fram í Markaðnum sem fylgir Fréttablaðinu í dag.

Þrátt fyrir þennan fjölda erlendra starfsmanna er skortur á starfsfólki í flestum greinum, einkum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Sérfræðingar telja að hápunktur nálgist þegar litið er til spennu á vinnumarkaði.

Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, segir mikla spennu á vinnumarkaði  en að mikil aukning erlendra starfsmanna vegi þar á móti. Ef ekki væri fyrir þá, væri staðan allt önnur. „Launaskrið og verðbólga hefðu þá gert vart við sig og okkur hefði ekki tekist að þjóna öllum þeim ferðamönnum sem hér eru,“ er haft eftir Katrínu í Markaðnum.

smari@bb.is

DEILA