Eldur í vélarrúmi

Eld­ur kom upp í vél­ar­rúmi Bjargeyj­ar ÍS 41 er verið var að landa úr bátn­um í Ísa­fjarðar­höfn skömmu fyr­ir sex í morg­un. Greiðlega gekk að slökkva eld­inn og varð skipsverj­um ekki meint af. Mbl.is hefur eftir varðstjóra í lögreglunni á Ísafirði að fjórir hafi verið um borð í bátnum þegar eldurinn kom upp, en báturinn var við bryggju. Slökktu þeir eld­inn og gekk greiðlega að reykræsta. Bjargey er 14 brúttó­lest­ir að stærð.

smari@bb.is

DEILA