Það er ekkert í málningarveður í kortunum í dag, það spáir norðaustan 3-8 og rigningu og 10-15 á annesjum, en yfirleitt 3-10 m/s á morgun. Rigning með köflum og hiti 7 til 13 stig.
Fyrir landið er spáin svona:
Suðaustan og austan 8-13 m/s en hægari vestlæg átt vestantil á morgun. Rigning með köflum eða skúrir en lengst af samfelld úrkoma SA-til . Hvessir heldur vestantil annað kvöld en dregur úr vindi um landið austanvert. Hiti yfirleitt 10 til 15 stig en heldur svalara á morgun.
bryndis@bb.is