Dagskrá Ástarvikunnar

Á sunnudaginn hefst Ástarvikan í Bolungarvík og nú liggur fyrir á vef Bolungarvíkurkaupstaðar hvað Víkarar geta haft fyrir stafni þessa rómantísku viku. Dagskráin hefst á sunnudaginn með formlegri opnun og Brúðkaupsmyndasýningu í Aðalstræti 21 kl. 18:00 en um kl. 20:00 hefst kvöldmessa kærleikans í Hólakirkju.

Á hverjum degi út vikuna er boðið upp á viðburði í anda kærleikans eins og dansnámskeið, ástarljóð, ástarlagakvöld og ástarbíó. Vikulok ástarvikunnar slær svo saman við réttardaginn í Bolungarvík laugardaginn 16. september og í Félagsheimilinu verður haldið réttarball.

Alla vikuna verður boðið upp á ástarljóð í heitupottunum, tilboð á hjartabolum, áskriftarkort í Musterið á tilboði og hvatt er til sendingar á ástarpóstkortum.

Dagskrá ástarvikunnar má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins.

bryndis@bb.is

DEILA