Bjarnabúð 90 ára á sunnudaginn

Verslun Bjarna Eiríkssonar í Bolungarvík er ein af elstu verslunum landsins

Búðin í Bolungarvík þar sem allt er til á 90 ára afmæli á sunnudaginn og hlýtur það teljast einstakt. Á vefnum vikari.is kemur fram að það hafi verið þann 10. september sem Bjarni Eiríksson fékk leyfi til að reka verslun í Bolungarvík hefur hún verið starfrækt frá þeim degi. Fullu nafni heitir hún Verslun Bjarna Eiríkssonar en í daglegu tali ætíð nefnd Bjarnabúð.

Í Bjarnabúð fæst allt milli himins og jarðar, matvara, vefnaðarvara, bækur, gjafavörur, skrifstofuvörur, o.fl. o.fl.

Það er Stefanía Birgisdóttir sem stendur nú í stafni í Bjarnabúð en hún og eiginmaður hennar Olgeir Hávarðarson tóku við versluninni þann 1. janúar 1996. Nánar má lesa um Stefaníu og Bjarnabúð í 10. tölublaði Bæjarins besta.

bryndis@bb.is

DEILA