Auglýst eftir héraðsdómara

Dómsmálaráðuneytið hefur auglýst laust til umsóknar embætti héraðsdómara á Vestfjörðum. Dómarinn mun hafa starfstöð við Héraðsdóm Vestfjarða en sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólaráðs og jafnframt vera dómstjóri í Héraðsdómi Vestfjarða.

Miðað er við að skipað verði í embætti dómarans hið fyrsta eftir að nefnd um hæfni dómara hefur lokið starfi sínu. Sigríður Elsa Kjartansdóttir lét af störfum sem dómstjóri við Héraðsdóm Vestfjarða um mánaðamótin. Þangað til nýr dómari verður skipaður dómstólaráð gengið frá því að fjórir héraðsdómarar muni tryggja áframhaldandi meðferð mála sem rekin eru fyrir Héraðsdómi Vestfjarða. Þau munu sjá til þess að reglulegt dómþing verði mannað fyrsta og þriðja miðvikudag hvers mánaðar. Dómararnir eru Jón Höskuldsson, Kristinn Halldórsson, Símon Sigvaldason og Sigríður Elsa Kjartansdóttir. Þau munu einnig sinna bakvöktum til skiptis.

smari@bb.is

DEILA