Ásgeir og Ágúst í samstarf

Ásgeir Helgi Þrastarson og Ágúst G. Atlason

Ásgeir Helgi Þrastarson hefur nú komið sér fyrir í Björnsbúð hjá bæjarlistamanni Ísafjarðarbæjar Ágústi Atlasyni ljósmyndara og hyggja þeir á gróskumikið samstarf á svið ljósmyndunar og margmiðlunar, allra handa auglýsinga og prenthönnun og ljósmyndatengda þjónustu fyrir heimamenn, viðburði og fyrirtæki segir í tilkynningu frá þeim.

Ágúst var kjörinn bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar í haust en hann er menntaður ljósmyndari frá Mediaskolerne í Viborg og í umsögn atvinnu- og menningarmálanefnd sveitarfélagsins segir að hann hafi næmt auga fyrir fegurðinni sem er í kringum okkur og hefur jafnframt verð afkastamikill við að vekja athygli á henni. Ásgeir kemur inn í fyrirtækið með mikla þekkingu á hljóðvinnslu og margmiðlun og sömuleiðis hefur hann vakið athygli fyrir fallegar náttúrulífsmyndir.

bryndis@bb.is

DEILA