Árshátíð Dýrfirðingafélagsins

Hver fjörður á sér sitt eigið átthagafélag sem mörg hver eru virk og standa fyrir allra handa samkomunum. Eitt þeirra er Dýrfirðingafélagið sem nú boðar til árshátíðar 30. september. Herlegheitin munu fara fram að Stangarhyl 4 og veislustjórar eru þau Ylfa Proppé Einarsdóttir og Steinþór Tómasson, það er svo hljómsveitin Delta sem mun leika fyrir dansi.

Forsala verður þriðjudaginn 26. september milli kl. 18:00 og 19:00 í Stangahyl 4.
Borðapantanir hjá Önnu Lilju Torfadóttur eftir kl. 16:00 í síma 898-8262 og á póstfangið alt68@simnet.is

bryndis@bb.is

DEILA