Aflahæstu árnar

Laugardalsá

Á angling.is má nú sjá veiðitölur í aflahæstu ám sumarsins og þar trónir Ytri-Rangá og Hólsá á toppnum með 4.582 laxa á land en þar er stangafjöldi á dag 18 stangir en um Ytri Rangá segir á þessum sama vef:

„Í Ytri Ranga eru skilyrði fyrir sjálfbæran laxastofn, en mjög fáliðaðan og bundinn við svæðið hjá Rangárflúðum. Talið var gott ef þar fengust 50 laxar yfir sumarið. Nú hefur þetta gjörbreyst eftir að farið var að sleppa miklu af gönguseiðum í árnar upp úr 1990. Best var veiðin 2008, en þá fengust 14.315 laxar í Ytri Rangá. Það er langmesti afli, sem vitað er til að veiðst hafi á stöng í einni á hérlendis til þessa.“

Miðfjarðará er önnur aflahæst með 2.937 laxa og 10 stangir á dag en í þriðja sæti er Þverá + Kjarará með 1.890 laxa og 14 stangir. Á hælana á Miðfjarðará er Eystri-Rangá með 1.773 laxa á 18 stöngum. Ekki er um sjálfbæran laxastofn að ræða í Eystri Rangá en með sleppingum sjógöngseiða hefur þó tekist að ná upp góðum laxagöngum.

Laugardalsá hefur gefið 144 laxa á land.  En um Laugardalsá segir á vef angling.is „Þarna er eitt besta dæmið um vel heppnaða fiskrækt hérlendis, en áin var fisklaus allt til að fiskvegur var sprengdur í Einarsfoss. Meðalveiði er 315 fiskar á ári 1974 til 2008, minnst 111 laxar 1996, en mest 703 laxar 1978. Auk laxveiðinnar má fá staðbundinn urriða og bleikju í vötnunum.“

bryndis@bb.is

DEILA