Á allra vörum

Nýtt átak „Á allra vörum“ hófst gær og að þessu sinni er áherslan lögð á Kvennaathvarfið og í gær mátti sjá í fjölmiðlum áhrifaríka auglýsingu um ofbeldi á heimili. Hægt er að kaupa sett með varalit og glossi og rennur kaupverðið til átaksins. Það eru sölustaðir víða um landi sem bjóða varasettið til sölu og allir gefa söluþóknun sína til söfnunarinnar, lista yfir sölustaði má sjá vef „Á allra vörum“

Það eru þær Gróa Ásgeirsdóttir, Guðný Pálsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir sem hafa staðið fyrir söfnunarátaki frá árinu 2008 og hafa margir notið góðs. Árið 2008 var það Krabbameinsfélagið sem var í forgrunni og það aðstoðað við að kaupa brjóstamyndatæki sem nefnt var Björg. 2009 naut Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna stuðningsins og byggt var hvíldarheimilið Hetjulundur sem er fyrir veiku börnin og fjölskyldur þeirra. Ljósið var í forgrunni árið 2010, Neistinn árið 2011, börn með alvarlega og langvinna sjúkdóma árið 2012, geðheilbrigði árið 2013 og bætt samskipti meðal barna og unglinga árið 2015.

bryndis@bb.is

DEILA