16 metrar og gengur glatt

Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni voru Dýrafjarðargöng orðin 16 m í lok viku 37 og allt gengur vel. Heildarlengd ganga í berg verður 5.301 m svo það er spotti eftir ennþá. Á bb.is verða birtar að minnsta kosti vikulegar fréttir af framvindu verksins enda bíða Vestfirðingar spenntir eftir að því ljúki.

Hátíðarsprenging ganganna var í síðustu viku og hér að neðan er nokkrar myndir frá þeim merka viðburði.

This slideshow requires JavaScript.

DEILA