Yngstu árgangarnir koma best út

Sam­kvæmt fyrstu niður­stöðum les­fim­i­prófa sem voru lögð fyr­ir ís­lenska grunn­skóla­nem­end­ur í fyrsta skipti á síðasta skóla­ári hafa marg­ir skól­ar náð góðum ár­angri sér­stak­lega í yngstu ár­göng­un­um. Hins veg­ar er þörf á um­bót­um á miðstigi, þ.e. í 5.–7. bekk. Leggja þarf áherslu á fjöl­breytt­ar leiðir í skól­um og á heim­il­um til að auka margs kon­ar lest­ur nem­enda. Þá þarf að finna leiðir til að gera lest­ur áhuga­verðari og auka aðgengi að hvetj­andi les­efni. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu menntamálaráðuneytisins.

Greint var frá niður­stöðu les­fim­i­próf­anna í gær þegar fyrsta heila skóla­ári læsis­verk­efn­is­ins, Þjóðarsátt­mála um læsi, lauk.

Þátt­taka í les­fim­i­próf­un­um var góð en 75% nem­enda í 1.-10. bekk tóku þátt í próf­un­um í maí. Mest þátt­taka var í 3. bekk eða 83% en minnst í 10. bekk þar sem 54% nem­enda tóku þátt. Alls lögðu 93% skóla próf­in fyr­ir á skóla­ár­inu 2016-2017 og fleiri munu taka þátt nú í sept­em­ber. Þetta kem­ur jafn­framt fram í til­kynn­ingu.

Les­fim­i­próf­in eru mæli­tæki til að meta lestr­arkunn­áttu og fram­vindu nem­enda í les­fimi, lesskiln­ingi, orðaforða, staf­setn­ingu og rit­un og til að skima fyr­ir lestr­ar­erfiðleik­um, und­ir yf­ir­heit­inu Les­fer­ill.

smari@bb.is

DEILA