Vill ekki fá fiskeldisfólk í samtökin

Bjarni Jónsson. Mynd: mbl.is / Ómar

Skagfirðingurinn Bjarni Jónsson, varaþingmaður VG í Norðvesturkjördæmi, vill ekki að starfsemi Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga verði útvíkkuð svo að „lagareldissveitarfélög“ verði tekin inn í samtökin. Í bókun Bjarna á fundi Byggðaráðs Skagafjarðar segir ekki verði séð að það muni skerpa á starfi samtakanna og upprunalegum tilgangi að útvíkka enn frekar hlutverk þeirra og fara mögulega að beita þeim í hagsmunagæslu fyrir sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi.

„Mörg sveitarfélög, eins og Skagafjörður eiga meiri hagsmuni af því að vernda villta stofna í veiðiám sem margir bændur hafa mikilvægar tekjur af. Þeir hagsmunir gætu verið í hættu ef ekki verður nægjanlega varlega farið í vali á leiðum í uppbyggingu frekara fiskeldis við strendur landsins,“ segir í bókun Bjarna.

smari@bb.is

DEILA