Viðspyrnan hefst á morgun!

Frá leik Vestra fyrr í sumar.

Á morgun taka Vestramenn á móti Tindastóli í 2. deild Íslandsmótsins og leikurinn fer fram á Torfnesvelli. Síðustu vikur hefur Vestri sogast niður í fallbaráttuna og eru nú í níunda sæti með 20 stig, þremur stigum frá fallsæti. Mótherjarnir á morgun eru ekki í mikið betri stöðu, en Skagfirðingarnir eru í sjöunda sæti með 21 stig. Ef ekki á illa að fara fyrir Vestramönnum þá þarf viðspyrnan að hefjast ekki síðar en á morgun með sigri.

Leikurinn hefst kl. 14 og er frítt inn á leikinn.

smari@bb.is

DEILA