Uppselt á Noggann í ár

Að sögn Ævars Einarssonar yfirNoggara var uppselt á fjölskylduhátíðina Noggan í Súgandafirði í ár og að venju var dagskráin fjörug og skemmtileg. Fróðlegt sögurölt var um eyrina undir leiðsögn Ásmundar Jóhannessonar bónda í Miklagarði í Dölum en hann var í sveit á Norðureyri á sínum yngri árum. Noggaleikurinn og sandfígrúrukeppnin voru á sínum stað og auðvitað sungið við varðeld fram í myrkur.

Meðfylgjandi myndir tóku þau Ævar Einarsson Hvas og Thitikan Janthawong.

Bryndis@bb.is

DEILA