Tugir hnýðinga í Steingrímsfirði

Fleiri tug­ir hnýðinga stukku og léku sér í Stein­gríms­firði í gær gest­um hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Láki Tours frá Hólma­vík til mik­ils yndis­auka. Hnýðing­ar eru smá­hval­ir, eða allt að tveir metr­ar að stærð og eru af höfr­unga­kyni.

Líkt og höfr­ung­ar sjást þeir gjarn­an við Íslands­strend­ur og eru oft marg­ir sam­an í hjörð. Þá er það ekki gefið að þeir séu í svona miklu stuði eins og í gær.

 

DEILA