Fleiri tugir hnýðinga stukku og léku sér í Steingrímsfirði í gær gestum hvalaskoðunarfyrirtækisins Láki Tours frá Hólmavík til mikils yndisauka. Hnýðingar eru smáhvalir, eða allt að tveir metrar að stærð og eru af höfrungakyni.
Líkt og höfrungar sjást þeir gjarnan við Íslandsstrendur og eru oft margir saman í hjörð. Þá er það ekki gefið að þeir séu í svona miklu stuði eins og í gær.