Þyrlan náði í göngumann í sjálfheldu

Björgunarsveitir á sunnanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út um klukkan fjögur í gær vegna ferðamanns sem var í sjálfheldu vestan Rauðasands. Þyrla landhelgisgæslunnar var í öðru verkefni á Vestfjörðum og var því kölluð til aðstoðar. Þyrlusveitin fann manninn, hýfði hann upp í þyrluna og kom honum til björgunarsveitarmanna frá Patreksfirði sem voru komnir á vettvang. Maðurinn var í sjálfheldu í brattri hlíðinni á gönguleið milli Keflavíkur og Rauðasands.

DEILA