Það eru ekki bara Gamanmyndahátíð og Bláberjadagar næstu helgi, þá er líka hin árlega þríþrautarkeppni Craftsport. Keppnin er tiltölulega alþýðleg, það er að segja, keppendur þurfa ekki vera heljarmenni eða járnkarlar/kerlingar til að taka þátt heldur bara í rúmlega þokkalegu formi.

Fyrsta keppnisgreinin er 700 metra sund sem fer fram í Bolungarvík og hefst kl. 10:00. Að loknu sundi eða kl. 11:30 hefst 17 km hjólareiðakeppni þar sem hjólað er um götur Bolungarvíkur og síðan um Óshlíð til Ísafjarðar. Þá hefst 7 km hlaup fyrir framan Landsbankann við Hafnarstræti á Ísafirði.

Þar er Kristbjörn Sigurjónsson eða Bobbi í Craft-Sport sem stendur fyrir þríþrautinni og fer skráning fram hjá honum. Allar upplýsingar má nálgast á facebook síðu þríþrautarinnar.

bryndis@bb.is

DEILA