Þórður Gunnar Hafþórsson leikmaður Vestra er þessa dagana að spila með U17 ára landsliði Íslands á Norðurlandamótinu sem haldið er hér á landi.  Þórður kom inn á sem varamaður í fyrsta leik Íslands sem endaði með góðum sigri á Norður Írum 3-0.  Þórður var svo í byrjunarliðinu þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli við Noreg á þriðjudag. Hann var aftur í byrjunarliðinu í gær í tapleik við Pólverja.

Ísland endaði í þriðja sæti riðilsins á eftir Noregi og Póllandi, en Norður-Írland rak lestina í fjórða sæti. Síðasti leikur liðsins er á morgun þegar liðið mætir Finnum í leik um fimmta sætið á mótinu.

smari@bb.is

DEILA