Smábátaeigendur kalla eftir meiri línuívilnun

Frá Flateyri. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson

Landsamband smábátaeigenda ályktaði á fundi sínum í síðasta mánuði um auknar línuívilnanir til handa smábátum undir 30 brúttótonn. Á vef samtakanna kemur fram að línuveiðar séu umhverfisvænar og að ívilnun ætti að vera bundin við stærð báta en ekki hvort línunni sé beitt eða meðhöndluð í landi.

Eftirfarandi samþykkt var birt á vef samtakanna í gær:

 Stjórn LS ítrekar fyrri ályktanir um línuívilnun fyrir alla dagróðrabáta minni en 30 brúttótonn.

 Línuveiðar dagróðrabáta eru afar umhverfisvænar og skila fiski í hæsta gæðaflokki til áframhaldandi meðhöndlunar í landi.  

 Auknar línuveiðar auka þannig gott orðspor íslensks sjávarútvegsí umgengni um náttúruna og ferskleika aflans.

bryndis@bb.is

DEILA