Sleppti 160 þúsund eldisseiðum í sjó

Tálknafjörður. Mynd: Mats Wibe Lund.

Níels Ársælsson, útgerðarmaður frá Tálknafirði, segist hafa sleppt um eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni í sjó við Gileyri á Tálknafirði árið 2002. Greint er frá því í Fréttablaðinu í dag að fyrirtæki Níels, Eyrar-fiskeldi hf., keypti 160 þúsund laxaseiði árið 2001 og komu þau sama ár til Tálknafjarðar og áttu að fara í sjó sumarið eftir. Þessar áætlanir urðu að engu þegar norskur samstarfsaðili Eyrar varð gjaldþrota. Þrátt fyrir tilraunir fékk félagið hvorki lánsfjármagn né nýtt hlutafé til kaupa á eldiskvíum. Um mitt ár 2002 þraut fjármagnið og eftir að laxaseiðin höfðu verið í þriggja mánaða svelti ákvað Níels að hleypa 160 þúsund seiðunum seiðunum í sjó við Gileyri í gegnum botnlokur. Seiðin voru um 350 til 600 grömm þegar þeim var sleppt. Níels ber við miklum kostnaði við förgun seiðanna í samtali í Fréttablaðinu.

DEILA