Samið við Smá von ehf. um almenningssamgöngur

Patreksfjörður.

Ákveðið að loknu útboði að semja við Smá von ehf. um almenningssamgöngur milli byggðarlaga á sunnanverðum Vestfjörðum. Útboðið, sem var í samvinnu Vesturbyggðar, Tálknafjarðarhrepps, Arnarlax hf., Odda hf. og Héraðssambandsins Hrafnaflóka var tvíþætt. Annars vegar fól það í sér akstur á leiðinni Patreksfjörður-Tálknafjörður-Bíldudalur-Tálknafjörður-Patreksfjörður (leið I) og hins vegar á leiðinni Bíldudalur-Tálknafjörður-Patreksfjörður (leið II).

Þrjú tilboð bárust í leið I. Smá von ehf. bauð 20,3 milljónir kr á ári., Keran St. Ólason bauð 30 milljónir kr. og S&S ehf. bauð 36 milljónir kr. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 17,3 milljónir kr.

Eitt tilboð barst í leið II, en það var frá Travel West. Tilboðið hljóðaði upp á 7,3 milljónir kr. á ári en kostnaðaráætlun var 2,9 milljónir kr. Tilboðinu var hafnað.

smari@bb.is

DEILA