Ráðherra hækki aflaviðmiðun í ágúst

Stjórn Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda beinir því til Þor­gerðar Katrínar Gunn­ars­dótt­ur sjáv­ar­út­vegs­ráðherra að aflaviðmiðun til strand­veiða verði hækkuð þannig ekki komi til stöðvun­ar veiða í ágúst.

„Strand­veiðar 2017 hafa ekki upp­fyllt þær vænt­ing­ar sem þátt­tak­end­ur gerðu til þeirra,“ seg­ir í álykt­un sem samþykkt var á fundi stjórn­ar LS fyr­ir helgi. „Þrátt fyr­ir að ell­efu pró­sent færri stundi veiðarn­ar í ár en í fyrra, fækk­un um 72 báta, og því meira sem kem­ur í hlut hvers og eins er afla­verðmæti nú fjórðungi lægra en í fyrra. Hrun fisk­verðs og ónæg­ar veiðiheim­ild­ir eru helstu or­saka­vald­arn­ir.“

Í álykt­un­inni bend­ir stjórn­in á að vegna vinnu­stöðvun­ar á fisk­veiðiár­inu verður þorskafli nokkuð und­ir því sem afla­regla ger­ir ráð fyr­ir að veitt verði, 244 þúsund tonn. „Sam­kvæmt töl­um Fiski­stofu var þorskafli á fisk­veiðiár­inu þann 21. júlí 212 þúsund tonn, sem er um 17 þúsund tonn­um minna en á sama tíma á fisk­veiðiár­inu 2015/​2016,“ seg­ir þar.

DEILA