Norðaustan 5-13

Veðurspámenn Veðurstofunnar spá norðaustan 5-13 og rigningu með köflum hér á Vestfjörðum en hvassast á útnesjum. Lægir á morgun og styttir upp eftir hádegi. Hiti 7 til 14 stig.

Á landinu öllu er hæg norðlæg átt og allvíða úrkoma, einkum sunnan og suðaustanlands. Norðan 5-10 á Vestfjörðum í dag en norðvestan 8-15 austast í nótt. Rofar til á sunnanverðu landinu í kvöld og nótt. Stöku skúrir suðaustantil síðdegis á morgun en styttir að mestu upp norðantil annað kvöld. Hiti 9 til 16 stig.

bryndis@bb.is

DEILA