Njótið veðursins

Veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands mæl­ir með því að fólk sunn­an- og vest­an­til á land­inu reyni að njóta veðurs­ins sem í boði er þar sem á föstu­dag og yfir helg­ina breyt­ist veðrið tals­vert mikið með suðaust­lægri átt og rign­ingu – fyrst og fremst sunnan- og vestanlands, en væta ætti einnig að ná til Vestfjarða um helgina.

„Á meðan verður yf­ir­leitt þurrt á Norðaust­ur­landi og ágætt veður þar. Síðan er út­lit fyr­ir að það snú­ist til norðlægr­ar átt­ar og fari að rigna fyr­ir norðan og þá kóln­ar nokkuð hratt,“ seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings á vef Veður­stofu Íslands.

Veður­horf­ur næstu daga

Breyti­leg átt 3-8, en aust­an 5-10 m/​s allra syðst. Yf­ir­leitt létt­skýjað eða bjartviðri, en víða þoku­loft við strönd­ina norðan- og aust­an­lands fram eft­ir degi. Hiti 8 til 19 stig að deg­in­um, hlýj­ast í upp­sveit­um SV-til.

Á fimmtu­dag:
Aust­an 5-10 m/​s með suður­strönd­inni, ann­ars hæg breyti­leg átt. Sums staðar skýjað við sjáv­ar­síðuna, en ann­ars létt­skýjað. Hiti 8 til 18 stig, hlýj­ast á V-landi, en sval­ast á Aust­fjörðum.

Á föstu­dag:
Hæg breyti­leg átt og bjart með köfl­um A-til, en suðaust­an 5-10 og dá­lít­il væta V-lands. Hiti víða 10 til 16 stig.

Á laug­ar­dag:
Suðaust­an kaldi og rign­ing en yf­ir­leitt þurrt NA-lands. Held­ur sval­ara sunn­an- og vest­an­lands.

Á sunnu­dag:
Aust­læg átt, held­ur kóln­andi veður og víða rign­ing með köfl­um.

Á mánu­dag og þriðju­dag:
Útlit fyr­ir norðlæga átt með rign­ingu og svölu veðri fyr­ir norðan, en lengst af þurrt og milt syðra.

smari@bb.is

DEILA