Meiri afli en minna verðmæti

Afla­verðmæti ís­lenskra skipa í maí­mánuði nam tæp­um 10,7 millj­örðum króna, eða 11,3% minna en í maí 2016. Þó var fiskafli skip­anna í mánuðinum 27% meiri en árið áður, eða tæp 138 þúsund tonn.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Hag­stofu Íslands. Ljóst er að lægra fisk­verð veld­ur þess­um sam­drætti þegar rýnt er í töl­ur stof­unn­ar, en verðmæti þorskafl­ans nam tæp­um fimm millj­örðum og dróst sam­an um 0,9%, þrátt fyr­ir að magnið hafi auk­ist um 19,9%.

Sam­drátt­ur varð þá einnig í verðmæti annarra teg­unda. Verðmæti flat­fiskafla dróst sam­an um 23,4% og verðmæti upp­sjáv­ar­afla dróst sam­an um 24,8%.

Enn frem­ur nam verðmæti botn­fiskafl­ans rúm­um 8 millj­örðum, sem er 4,7% sam­drátt­ur miðað við maí 2016.

Á tólf mánaða tíma­bili frá júní 2016 til maí 2017 nam afla­verðmæti ís­lenskra skipa 114 millj­örðum króna, sem er 19,7% sam­drátt­ur miðað við sama tíma­bil ári fyrr, en þá var verðmætið rúm­ir 142 millj­arðar króna. Þarna mun­ar 28 millj­örðum króna.

smari@bb.is

DEILA