Landssamtök sauðfjárbænda fresta auka aðalfundi

Af íslensku sauðkindinni fæst úrvalskjöt.

Auka aðalfundi sauðfjárbænda sem vera átti í dag hefur verið frestað þar sem tillögur atvinnuvegaráðuneytisins liggja ekki fyrir. Í fréttatilkynningu frá Landsamtökum sauðfjárbænda segir að í upphafi þessarar viku hafi borist fyrstu raunverulegu viðbrögð stjórnvalda við tillögum samtakanna og að útfærslur á þeim yrðu tilbúin í dag. Nú er ljóst að það verður ekki og því er fundi frestað þar til  boðaðar tillögur liggja fyrir.

Í fréttatilkynningunni segir einnig að tillögur stjórnvalda eins og þær hafa verið kynntar séu spor í rétta átt en gangi engan vegin nógu langt til að leysa vandann. Sauðfjárbændur hafa fundið fyrir auknum skilningi undanfarna daga og ljóst er að margir hafa áhyggjur af stöðu greinarinnar, meðal annars hafa margar sveitarstjórnir ályktað um málið og fjölmiðlar sýna því vaxandi áhuga.  Enn skortir þó á skilning stjórnvalda  til þess  aðgerðirnar sem ráðast þarf í hafi þann styrk að leysa málið til frambúðar.

bryndis@bb.is

DEILA