Kalt en þurrt

Það þarf að taka lopapeysuna til kostana í dag en regnstakkurinn má hvíla, veðurspámenn ríkisins segja að það verði norðaustan 5-10 í dag og skýjað með köflum. Á morgun hins vegar verði bjartviðri og breytileg átt og gæti skúrað seinnipartinn.

Allt landið

Norðan og norðaustan 5-13 m/s, en 8-15 suðaustantil í nótt. Léttskýjað sunnan jökla en rigning eða súld með köflum norðaustan og austanlands. Lægir smám saman á morgun með síðdegisskúrum suðaustantil og á Vestfjörðum en dregur úr úrkomunni norðaustanlands annað kvöld. Hiti 10-17 stig S-lands, en 5 til 14 stig annars staðar.

bryndis@bb.is

DEILA