Jazz á mörkum þess skrifaða og óskrifaða

Dansk-íslenski jazzkvartettinn Berg spilar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í kvöld kl. 20. Í umsögn segir að Berg leiki með form á mörkum þess skrifaða og óskrifaða. Tónlistin er undir miklum norrænum áhrifum, jazz og þjóðlögum/sálmum auk ýmissa áhrifa frá klassík og rokktónlist. Tónlistin er í senn draumkennd og jarðbundin, frjáls og flæðandi.

Kvartettin skipa Snæbjörn Gauti Snæbjörnsson, saxófónleikari, Mathias Ditlev Eriksen, píanóleikari, Benjamin Møller Kirketerp á bassa auk Chris Falkenberg Rasmussen sem leikur á trommur. Snæbjörn semur efni kvartettsins en í meðförum hljómsveitarmeðlima verður eitthvað nýtt til í hvert skipti.

Almennt miðaverð er 2.500 kr og aðgangseyrir fyrir nemendur og eldri borgara er 1.500 kr.
smari@bb.is

DEILA