Hótelgisting hækkað um meira en 60%

Verð á hót­elgist­ingu hefur hækkað um meira en 60 pró­sent hér­lendis í erlendri mynt á tveimur árum. Sú hækkun er vel umfram styrk­ingu á gengi krón­unnar og því útskýrir hún hækk­un­ina ekki nema að hluta. Stóran hluta hækk­unar megi rekja til hærri gjald­skrár hót­ela og hót­elgist­ing hækkað langt umfram þróun verð­lags. Þetta er haft eftir Gústaf Stein­gríms­syni, hag­fræð­ingi í hag­fræði­deild Lands­bank­ans, í Frétta­blað­inu í dag.

Þar segir hann að stór­aukin eft­ir­spurn ferða­manna eftir gisti­rými sé senni­leg­asta ástæða þess hve mikið þjón­usta hót­ela og gisti­heim­ila hafi hækkað í krónum talið á und­an­förnum árum.„­Menn virð­ast hafa verið í það góðri stöðu, og gistinýt­ingin er það há, að þeir hafa getað leyft sér að hækka verð­ið,“ segir Gústaf í sam­tali við Frétta­blað­ið. Hann nefnir aukin launa­kostnað sem aðra breytu sem gæti skýrt miklar hækk­an­ir.

DEILA