Hinsegin dagar í Reykjavík

Mynd: hinsegindagar.is

Dagskrá Hinsegin daga í Reykjavík hófst formleg á þriðjudaginn og stendur yfir fram á sunnudag. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og inniheldur fundi, ráðstefnur, fyrirlestra og listviðburði. Hápunktur hennar er þó Gleðigangan sem fer fram á laugardaginn og hefst kl. 14:00.

Í ár verða breytingar gerðar á gönguleið gleðigöngunnar. Uppstilling göngunnar verður frá kl. 11 á Hverfisgötu, milli Ingólfsstrætis og Klapparstígs. Gangan leggur stundvíslega af stað frá gatnamótum Hverfisgötu og Ingólfsstrætis kl. 14:00. Gengið verður niður Hverfisgötuna, eftir Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu þar sem glæsilegir útitónleikar taka við í Hljómskálagarðinum.

Á vef hinsegin daga er kemur fram að í Gleðigöngunni sameinis lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sina, sýnileika og gleði, ásamt því að minna á þau baráttumál sem skipta hvað mestu máli skipta hverju sinni.

bryndis@bb.is

DEILA