Halldór Halldórsson sækist ekki eftir oddvitasæti

Halldór Halldórsson

Halldór Halldórsson fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur lýst því yfir að hann sækist ekki eftir oddvitasæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Halldór var í viðtali í sjónvarpsfréttum RÚV í gærkvöldi og aðspurður sagði hann að enginn hefði beðið hann að stíga til hliðar en engu að síður væri umræðan óvægin. „Og Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera meira og minna utan meirihluta síðan 1994, þannig að það er skiljanlegt að sjálfstæðismenn geri miklar kröfur“ segir Halldór og þó hann vilji ekki fortaka fyrir að hann komi aftur í stjórnmálin segir hann það alveg ljóst „að hann væri ekki á leiðinni í framboð í vor fyrir neinn flokk í neinu sveitarfélagi“.

bryndis@bb.is

DEILA