Guðbrandur á Bassastöðum sigraði hrútaþuklið

Sigurvegarar í flokki vanra þuklara.

Hið árlega Íslandsmót í hrútadómum fór fram á Sævangi í Steingrímsfirði um helgina. Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum var hlutskarpastur hrútaþuklara. Í öðru sæti í flokki vanra þuklara varð Árný Huld Haraldsdóttir á Bakka í Geiradal og í þriðja sæti varð Ragnar Bragason á Heydalsá.
Í óvana flokknum sigraði borgarbarnið Jón Kristófer Fasth. Í öðru sæti varð Sigríður Övarsdóttir og í þriðja sæti varð Elín Þóra Stefánsdóttir í Bolungarvík.

Vinninga í hrútaþuklinu gáfu Sauðfjársæðingastöð Vesturlands, Hótel Djúpavík, Hólmadrangur, Bleksmiðjan (sem gaf sigurvegara í flokki vanra inneign í húðflúr) Norðursalt, Skógrækt ríkisins (sem gaf trjáplöntur), Matthías Lýðsson, Klúkubúið, Sauðfjársetur á Ströndum og Náttúrubarnaskólinn.

DEILA