Gæsaveiðin hafin

Fuglaveiðimenn tóku gleði sína í gær þegar gæsaveiðitímabilið hófst. Heimilt er að veiða grágæsir og heiðargæsir og 1. september hefst veiðitímabil anda.

Umhverfisstofnun minnir veiðimenn á að óheimilt er að skjóta fugla í sárum og ófleyga fugla. Í upphafi veiðitímabilsins má búast við að rekast á ófleyga unga, sérstaklega á svæðum þar sem varp hefur farið seint af stað. Einnig er ástæða til að minna sérstaklega á alfriðun blesgæsarinnar en hún hefur verið friðuð síðan 2006. Þá mega veiðar á helsingja í Austur– og Vestur–Skaftafellssýslum ekki hefjast fyrr en 25. september.

DEILA