Fallbarátta framundan

Mynd úr safni.

Framundan er hörð fallbarátta hjá Vestra eftir niðurlægjandi tap fyrir Sindra á Torfnesvelli á laugardaginn. Sindri hefur setið í botnsæti 2. deildarinnar í nærri því allt sumar og ekki unnið leik, þangað til liðið kom vestur til Ísafjarðar. Akil De Freitas skoraði fyrsta mark Hornfirðinganna á 17. mínútu og bætti við öðru stutt eftir leikhlé (mín. 47). Mate Paponja bætti við þriðja marki gestanna á 71. mínútu og til að bíta höfuðið af skömminni misnotuðu Vestramenn víti undir lok leiks.

Vestri er í níunda sæti deildarinnar með 20 stig og einungis þrjú stig niður í fallsæti.

DEILA