Fækkar í sjávarútvegi

Dregið hef­ur úr fjölg­un launþega á Íslandi milli ára. Þeim hef­ur fækkað í sjáv­ar­út­vegi en launa­greiðend­um hef­ur fjölgað í bygg­ing­ariðnaði og ferðaþjón­ustu. Þetta kem­ur fram í frétt sem Hag­stofa Íslands birti á heima síðu sinni.

Í frétt­inni seg­ir að á 12 mánaða tíma­bili, frá júlí 2016 til júní 2017 hafi að jafnaði verið 17.166 launa­greiðend­ur á Íslandi. Þeim fjölgaði um 4,4% frá síðustu 12 mánuðum á und­an en á sama tíma­bili greiddu launa­greiðend­ur að meðaltali um 184.200 ein­stak­ling­um laun sem er aukn­ing um 4,9% aukn­ing sam­an­borið við 12 mána tíma­bil ári fyrr.

Skipt eft­ir at­vinnu­grein­um hef­ur launþegum fjölgað milli ára hjá launa­greiðend­um í bygg­ing­ariðnaði og ferðaþjón­ustu. Þó hef­ur dregið úr hraða vaxt­ar og launþegum hef­ur fækkað í sjáv­ar­út­vegi.

DEILA