Ísafjarðarhöfn hefur ekki látið gera mælingar á loftgæðum þegar stór skemmtiferðaskip eru í höfn á Ísafirði. Í gær var greint frá mælingum sem Náttúruverndarsamtök Íslands í samstarfi við þýsku náttúruverndarsamtökin NABU gerðu á Sundahöfn í Reykjavík í sumar. Loft­gæði í Sunda­höfn verða marg­falt verri en í miðborg­um er­lendra stór­borga á borð við London, þegar skip­in láta vél­ar sín­ar ganga við hafn­ar­bakk­ann. Dr. Axel Friedrich, sem hef­ur verið vís­inda­leg­ur ráðgjafi mæl­inga á meng­un frá skemmti­ferðaskip­um við Reykja­vík­ur­höfn, varar fólk sem glímir við heilsufarsvandamál við að fara á skemmtiferðaskip sem og að fara til staða sem skipin heimsækja.

Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir honum vitanlega hafi ekki verið gerðar mælingar á loftgæðum á Ísafirði í tengslum við komu skemmtiferðaskipa. Hann bendir á að nýjar reglur Alþjóðasiglingamálasamtakanna (IMO) taki gildi árið 2020. „Þar verða reglur um brennslu á svartolíu hertar og annað hvort þurfa menn að brenna hreinna eldsneyti eða setja upp hreinsibúnað í skipunum,“ segir Guðmundur.

smari@bb.is

DEILA