Vel hefur gengið að manna grunnskólana á norðanverðum Vestfjörðum og að mestu leyti er um menntaða kennara í öllum stöðum nema á Flateyri þar sem helmingur starfsmanna er ekki með kennararéttindi.
Stefanía Ásmundsdóttir skólastjóri í Bolungarvík segir að þar séu allir kennarar með kennaramenntun utan einn sem hefur þó lokið þremur af fimm í kennsluréttindum. Í Súðavík er rúm staða mönnuð leiðbeinendum og segir Anna Lind Ragnarsdóttir að ekki hafi fengist kennari þrátt fyrir auglýsingu.
Margrét Halldórsdóttir, sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs segir allar stöður í skólum sveitarfélagsins mannaðar utan einnar skólaliðastöðu. Í þremur af fjórum skólum sveitarfélagsins eru einhverjir leiðbeinendur við kennslustörf en allir eru þeir með einhverja háskólamenntun.
bryndis@bb.is