Dýravaktin er ný vefsíða MAST

Mat­væla­stofn­un hef­ur tekið í notk­un nýja Facebooksíðu und­ir yf­ir­skrift­inni Dýra­vakt Mat­væla­stofn­un­ar. Til­gang­ur síðunn­ar er að skapa gagn­virk­an vett­vang til að miðla upp­lýs­ing­um um heil­brigði og vel­ferð dýra milli Mat­væla­stofn­un­ar, dýra­eig­enda og al­menn­ings, ann­ars veg­ar með upp­lýs­inga­gjöf frá stofn­un­inni til dýra­eig­enda um dýra­vel­ferðar­mál og hins veg­ar með upp­lýs­inga­gjöf frá al­menn­ingi til Mat­væla­stofn­un­ar þegar grun­ur leik­ur á illri meðferð á dýr­um. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Á síðunni verða meðal ann­ars birt­ar upp­lýs­ing­ar til dýra­eig­enda um hvernig auka megi vel­ferð og heil­brigði dýra, hvaða regl­ur gilda um dýra­hald og hvernig brugðist er við þegar þeim er ekki fylgt. Opið er fyr­ir at­huga­semd­ir und­ir hverri færslu.

Facebooksíðan er hins veg­ar hvorki ætluð til þess að veita ráðgjöf um sjúk­dóma, grein­ingu eða meðhöndl­un, né til að kom­ast í sam­band við dýra­lækni á vakt. Þetta kem­ur jafn­framt fram í til­kynn­ingu.

smari@bb.is

DEILA