Bátur brann í Norðurfirði

Báturinn er gjörónýtur.

Báturinn Eyjólfur Ólafsson HU-100, 7 tonna plastbátur, brann til kaldra kola í höfninni í Norðurfirði í morgun. Á Litlahjalla, fréttavef Árneshrepps, segir að útibústjóri Kaupfélagsins á Norðurfirði hafi orðið vör við eldinn um klukkan sjö í morgun. Slökkvilið Hólmavíkur var kallað út og var slökkviliðsstörfum lokið fyrir kl. 10 í morgun. Enginn var um borð í bátnum, en báturinn kom í land í Norðurfirði í nótt vegna brælu og var ráðgert að halda aftur á sjó í dag.

Eyjólfur Ólafsson var með heimahöfn á Skagaströnd.

 

smari@bb.is

DEILA