Aukafundur í bæjarstjórn vegna fiskeldismála

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur boðað til aukabæjarstjórnarfundar í hádeginu í dag. Eitt mál er á dagskrá, ályktun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar vegna tillagna starfshóps sjávarútvegsráðherra um stefnumótun í fiskeldi. Í tillögunum er gert ráð fyrir að farið verði eftir áhættumati Hafrannsóknastofnunar sem kveður á um að ekkert laxeldi verði Ísafjarðardjúpi að svo stöddu.

smari@bb.is

DEILA