Atvinnuveganefnd fundar um vanda sauðfjárbænda

Af íslensku sauðkindinni fæst úrvalskjöt.

Atvinnuveganefnd Alþingis mun halda tvo fundi í næstu viku um þann vanda sem blasir við sauðfjárbændum, en afurðastöðvarnar hafa boðað mikla lækkun á afurðaverði. Á þriðjudaginn fundar atvinnuveganefnd með forystumönnum bænda og á föstudaginn kemur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til fundar við nefndina.

Á Morgunvakt Rásar 1 í dag kom fram í máli Steinþórs Skúlasonar, forstjóra Slátursfélags Suðurlands, að framleiðslan þurfi að dragast saman um 20 prósent. Gengisstyrkin og innlendar kostnaðarhækkanir hafa gert það að verkum að útflutningur sem fyrir nokkrum árum skilaði betri afkomu en innanlandsmarkaður, skilar nú miklu tapi. Rússlandsmarkaður hefur lokast og Spánverjar og Norðmenn kaupa ekki það kjöt sem þeir hafa gert. „„Ef við horfum kalt á þetta, þá held ég að flestir sú búnir að átta sig á því að komið er nýtt jafnvægi með gengið og stöðu íslensks efnahagslífs. Að mínu mati og margra annarra gengur ekki upp að flytja út. Það þarf að draga verulega úr framleiðslunni ef við eigum ekki að horfa upp á allsherjar hrun,“ sagði Steinþór í morgun.

smari@bb.is

DEILA