Þann 26. ágúst síðastliðinn voru liðin 40 ár frá því að samningur um stofnun Orkubús Vestfjarða var undirritaður í Gagnfræðaskólanum á Ísafirði en fyrirtækið tók svo til starfa um áramótin 1977 – 78. Þetta kemur fram í 34. tbl. Bæjarins besta árið 1997 en blaðið er nú aðgengilegt á vef bb.is.

Það var fleira skemmtilegt í fréttum í lok ágúst árið 1997, margt kunnuglegt og gæti verið sagt í dag. Umhverfisráðherra kynnir sér yfirstandandi framkvæmdir við ofanflóðavarnir og umræða um Vestfirði er neikvæðari en efni standa til segir í frétt um heimsókn fjárlaganefndar á Vestfirði. Samgöngumálinu voru þá sem nú Vestfirðingum hugleikin. Erfitt var að manna Grunnskóla Ísafjarðar og 30% kennara leiðbeinendur, nú eru 50% kennara í Grunnskóla Flateyrar án kennsluréttinda.

Í Framhaldsskóla Vestfjarða hefja 270 nemendur nám haustið 1997, í ár eru nemendur Menntaskólans á Ísafirði 254.

bryndis@bb.is

DEILA