Í lok síðustu viku voru 30 metrar í að hinn eiginlega gangagröftur Dýrafjarðarganga hæfist. Nýja steypustöðin er komin í gang og flutningur á sementi og fylliefnum hafinn. Vinna við geymslur og verkstæði gengur vel, þar er búið að steypa gólf og verið að leggja dúk yfir stálgrindur. Uppmokstur úr forskeringunni er notaður til að stækka palla.

bryndis@bb.is

DEILA