Þeir Egill Fjölnisson og bræðurnir Hilmir og Hugi Hallgrímssynir hafa verið valdir í 35 manna æfingahóp U16 landsliðs drengja í körfuknattleik. Það er okkur í fersku minni þegar þremenningarnir hömpuðu, ásamt félögum sínum í 9. flokki, bikarmeistaratitli í vetur og unnu sig einnig upp í A-riðil Íslandsmótsins í vor.

U16 ára landslið drengja tekur þátt í tveimur verkefnum næsta sumar, hið fyrra er Norðurlandamót í Finnlandi í júní og hið síðara Evrópukeppni sem fram fer í ágúst. Hópurinn kemur til æfinga nú í ágúst en æfir svo ekki að nýju fyrr en í desember. Síðla vetrar verður svo 12 manna landslið valið.

Nánar má lesa um þetta á heimasíðu Vestra.

bryndis@bb.is

DEILA