Vestfjarðavíkingur þriðja árið í röð

Ari tekur á því í Herkúlesarhaldinu á Hólmavík.

Íslenskir aflraunamenn fóru mikinn á norðanverðum Vestfjörðum um helgina, þegar Vestfjarðavíkingurinn var haldinn í 25. sinn. Ungir aflraunamenn settu sterkan svip á keppnina. Ari Gunnarsson sigraði þriðja árið í röð, eftir harða keppni. Vestfjarðavíkingurinn hófst á Drangsnesi, en einnig var keppt á Hólmavík, Djúpavík, Ísafirði, Þingeyri og Suðureyri.

Ari Gunnarsson innsiglaði sigur sinn í lokagreininni, steinalyftum á Suðureyri og er þar með Vestfjarðavíkingur þriðja árið í röð. Óskar Pétur Hafstein varð annar , Eyþór Ingólfsson Melsteð þriðji, Fannar Smári Vilhjálmsson fjórði og Theódór Már Guðmundsson.

DEILA