Velja íbúa ársins

Íbúi ársins í Reykhólahreppi 2017 verður heiðraður Reykhóladögum sem verða 27. til 30. júlí. Allir eru hvattir til að tilnefna þau sem þeim þykir hafa staðið upp úr á árinu og hafa sett svip á samfélagið.

Í fyrra hlutu útnefningu Hlynur Þór Magnússon og Ingibjörg Kristjánsdóttir. Þau hafa sem kunnugt er sinnt ólíkum störfum, Hlynur með umsjón Reykhólavefjarins og ritstörfum af ýmsu tagi og Ingibjörg sem héraðshjúkrunarfræöingur á Reykhólum. Bæði hafa þau lagt meira í sín störf en starfslýsing beinlínis kveður á um, og  samfélagið notið góðs af í ríkum mæli.

Í tilnefningunni verður að koma fram hver er tilnefndur, fyrir hvað og hver tilnefnir. Tilnefningar sendist á tomstundafulltrui@reykholar.is. Tekið er við tilnefningum til 25.júlí kl. 22.

DEILA