Veisla fyrir hlaupagikki

Það er mikil upplifun að hlaupa fyrir Svalvoga.

Hlaupahátíð á Vestfjörðum hefst á föstudaginn og stendur til sunnudags. Á hátíðinni verður keppt í hálfmaraþoni, 45 km hlaupi, skemmtiskokki, sjósundi, skemmtihjólreiðum og þríþraut.  Vesturgötuhjólreiðar verða þetta árið einnig Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum og dómarar frá Hjólreiðasambandi Íslands verða á svæðinu og sjá til þess að allt fari eftir settum reglum.

Dagskrá hátíðarinnar:

Föstudagur 14. júlí

 • Kl. 16:00 Sjósund 1500 m
 • Kl. 16:00 Sjósund 500 m
 • Kl. 20:00 Arnarneshlaup 21 km
 • Kl. 20.30 Arnarneshlaup 10 km
 • kl. 22.15 Verðlaunaafhending á Silfurtorgi fyrir Arnarneshlaup

Laugardagur 15. júlí

 • Kl. 10.00 Fjallahjólreiðar 55 km
 • Kl. 10.15 Skemmtihjólreiðar 8 km
 • Kl. 11.30 Skemmtiskokk á Þingeyri, 2 og 4 km
 • Útijóga, vöfflubakstur og fleira skemmtilegt við sundlaugina á Þingeyri
 • Athugið að tímasetning á skemmtihjólreiðum getur breyst

Sunnudagur 16. júlí

 • Kl. 08:00 Tvöföld Vesturgata 45 km
 • Kl. 11:00 Heil Vesturgata 24 km
 • Kl. 12:45 Hálf Vesturgata 10 km
DEILA